Vasilisa Hunton og Gunnar Már Jakobsson mynda saman dúettinn VASI. Þau flytja þjóðlagaskotna tónlist úr öllum áttum þar sem áhersla er lögð á órafmagnaðan gítarleik og raddaðan söng. Þau spila einnig frumsamið efni, bæði frá sólóferli Vasilisu (undir nafninu VASI) og lög frá hljómsveitinni Árstíðum sem Gunnar leikur með. Vasilisa er bandarísk/rússnesk söngkona búsett hér á landi og hefur m.a. komið fram á Iceland Airwaves.
Það er tilvalið að mæta snemma og ná happy hour milli kl.16-20!