Back to All Events

Margrét Eir & Andrés Þór

118979890_3362224900538423_3781291068675575071_o.jpg

Margrét Eir hefur starfað sem söngkona og leikkona á Íslandi í yfir tuttugu ár. Á þessum árum hef hún starfað með helstu tónlistarmönnum landsins, komið fram á tónleikum og sungið inn á fjölmargar plötur sem sólósöngvari og bakrödd. Árið 2000 gaf Margrét út sína fyrstu sólóplötu og tvær aðrar fylgdu í kjölfarið. Fjórða plata hennar MoR Duran var dúettaverkefni með Róbert Þórhallssyni bassaleikara . Árið 2007 hóf hún samstarf við hljómsveitinni Thin Jim og fyrst platan þeirra This is me kom út árið 2012 og árið 2014 kom út dúetta plata If I needed you í samstarfi við Pál Rósinkranz.

Andrés Þór hefur aktífur í íslensku tónlistarlífi um árabil og gefið út 6 hljómdiska í eigin nafni og fjölmarga sem meðleikari sem og í samstarfsverkefnum. Auk þess að vera einn af eftirsóttustu jazzgítarleikurum landsins hefur hann starfað við ýmiskonar lausamennsku í hljóðverum og leikhúsum.

Frítt inn & allir velkomnir!

Söngkonan Margrét Eir og gítarleikarinn Andrés Þór leika i Petersen svítunni í Gamla bíó þann 5. nóvember kl. 21. Á efniskránni verða lög úr ýmsum áttum í útsetningum dúettsins.

Earlier Event: October 29
Swizz
Later Event: November 14
Tina Turner - Simply the Best