Back to All Events

Prins Jóló

70038647_2638047399579735_5827597358778548224_o.jpg

Það er hér með gjört heyrinkunnugt að tónleikar Prins Jóló verða haldnir í Gamla Bíó laugardagskvöldið 14. desember. Í för með Prinsinum verða Benedikt Hermann Hermannsson, Björn Kristjánsson, Margrét Arnardóttir og Örn Eldjárn. Saman ætla þau að leika skástu lög Prinsins í hátíðlegum útgáfum og dusta rykið af nokkrum þolanlegum jólalögum úr eigin smiðju. Taktu 14. desember frá til að eiga heilaga stund með hirðinni og náðu þér strax í miða á tix.is

Norðlendingar og nærsveitungar verða ekki látnir dúsa í kuldanum í ár því Prins Jóló verður á Græna Hattinum 6. desember!

Við hlökkum til að eiga með ykkur notalega kvöldstund
Hirðin

Earlier Event: December 5
The Las Vegas Christmas Show
Later Event: December 18
Jólastuð