Hátíðarsalur / Bíósalur

 
CV4D7273.jpg

Gamla bíósalnum hefur verið breytt í margnota sal sem hentar jafnt fyrir sitjandi galaveislur eins og ráðstefnur og rokktónleika. Með einföldum hætti er hægt að breyta ásjónu hans svo um munar og opnar það fyrir ótal möguleika í viðburðarhaldi.

Í þessum sal hafa ófáir Íslendingar horft á bíómyndir, séð óperusýningar eða tónleika því hann hefur verið miðpunktur menningar á Íslandi í tæpa öld og verður það um ókomna tíð.


Gamli bíósalurinn er á tveimur hæðum en glæsilegar svalir setja svip sinn á rýmið. Á svölunum er hægt að hafa uppdekkuð borð, bíósæti og í raun það sem hentar hverju sinni.

Tignarleg kristalskróna setur punktinn yfir i-ið. Hana má bæði hífa upp og niður, eftir því hvað á við.

slush-play-2-web-593.jpg

IMG_0487.JPG

Helstu upplýsingar

Húsið getur verið ráðstefnuhús, tónleikastaður, leikhús, veislusalur, bíó eða nánast hvað það sem fólki dettur í hug. Salurinn rúmar allt að 280 manns við hringborð en þá er einnig setið á svölunum. Einnig er möguleiki að stilla upp á langborðum allt að 300 manns. Fyrir standandi viðburði rúmar salurinn allt að 750 manns.

Salurinn er búinn hljóð- og ljósakerfi, öflugum skjávarpa og stóru bíótjaldi. Þá er einnig möguleiki að stækka eða minnka sviðið eftir þörfum hvers og eins.

Starfsfólk Gamla bíós leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu og heimilislegt andrúmsloft í þessum glæsilegu húsakynnum. Við tökum fagnandi á móti öllu skapandi fólki og aðstoðum við að gera viðburði þeirra sem eftirminnilegasta.