Back to All Events

The Las Vegas Christmas Show


  • Gamla bíó Ingólfsstræti 2a Reykjavík Iceland (map)

Þeir eru komnir í sölu, hinir einstöku jólatónleikar Geirs Ólafssonar
Las Vegas Christmas Show – fjórða árið í röð og hingað til alltaf uppselt!

Tónleikarnir eru stjörnum prýddir og sérstakur heiðursgestur í ár er okkar ástæla söngkona Þuríður Sigurðardóttir sem nú í fyrsta sinn heiðrar okkur með nærveru sinni og söngrödd á jólatónleikum.

Heimsklassa hljóðfæraleikarar frá LA ásamt íslenskum og erlendum flytjendum og gestastjörnum. Kynnir er okkar ástsæla Ebba Guðný Guðmundsdóttir og meðal gestasöngvara er Vigdís Ásgeirsdóttir. Hljómsveitastjóri er snillingurinn Þórir Baldursson sem einnig útsetur ásamt sjálfum Quincy Jones og Vilhjálmi Guðjónssyni.

Hinn heimsþekkti Don Randi hefur starfað með stórstjörnum í USA og nægir þar að nefna Frank Sinatra og Barböru Streisand. Bigband hans hefur spilað um allan heim í áratugi.

Þessir jólatónleikar hafa getið sér algjörrar sérstöðu og fengið frábæra dóma fyrir einstaka skemmtun og fagmennsku rétt eins og best þekkist í Las Vegas. Tryggðu þér því miða og upplifðu Las Vegas Christmas Show á íslandi!

Léttur hátíðarkvöldverður ásamt tónleikum 16.900 kr.
Borðapantanir ásamt óskum um sérþarfir sendist á gamlabio@gamlabio.is
Tónleikar, 7.900 kr.

Miðasala og nánari upplýsingar midi.is

Earlier Event: November 14
Tríó Sváfnis Sig
Later Event: December 14
Prins Jóló